Holy mólí !!!!

Já ég ætlað reyna i 100raðasta skipti að blogga en ég hætti yfirleitt strax þannig að ekki búast við að ég skrifi aftur inná þetta blogg :) Er er nú ekki "nennu´siggi" fyrir ekki neitt :D skemmtilegt nafn sem Haddi óldbuddy kom með fyrir nokkrum árum og hefur átt ágætlega við svona i gegnum tíðina. Samt orðinn aktívari en eg var , ójá !  

En já hvað hefur gerst svona seinustu daga í mínu lífi.....

 - Ég seldi bílinn sem eg keypti á kúk og kanel (18þús)  og seldi hann á 50 kúlur um dagin , ágætis díll þar. En núna er ég bíllaus og vanntar sjálfrennireið til að koma mér milli staða. Var kominn með fínan bíl í sigtið en þau hættu við annars prýðilegan díl og ég er enn á tveimur jafnfljótum. :(

 - Í gær átti ég afmæli og varð 26 ára , já aldurinn færist yfir og ég er kominn með hár í eyrunn og á nefið. Ég er með lítill eyru og semí stórt nef , þannig að þegar eg verð 80 ára þá verður nefið mitt HUGES og eyru bara passleg vúhú ! Annars fékk ég svona nitsamlega hluti i afmælisgjöf í tilvonandi búið mitt , t.d. hátækni brauðrist og get ég nú ristað brauð eins og það sé engin morgundagur ! :D Lilja og Sigurjón komu i heimsókn með Kristófer litla sem er by the way örugglega langfallegasta og krúttlegasta barn sem hefur fæðst á þessari jörð. Mig langar mest að eiga hann bara sjálfur :D Já annars var þetta ágætis dagur og ég tók þvi bara rólega.

 - Hefðu æðri máttavöld ekki verið okkur hlið holl i dag i vinnuni þá hefði eg ekki orðið 80 ára með stórt nef og passleg eyru :) Til að gera langa sögu stutta þá "broke hell loose" í vinnuni og menn áttu fótum sínum fjör að launa sökum GÍGANTÍSKRAR spennur (straum) sem dansaði upp í loft í vinnuni. Þetta kallast víst ljósbogi og það er eitthvað sem ég kæri mig ekki um að sjá aftur !!! Shit almighty eheh! Já ég vinn víst í álveri svona fyrir þá sem ekki vita en ekki á hárgreiðslustofu eða á bókasafni :p hehe Svona fyrir venjulegan leikmann þá notar þessi verksmiðja meira rafmagn en allt reykjarvíkursvæðið áður en hún var stækkuð en ég nenni ekki að tala meira um það. Engin slasaðist og allir lifðu hamingjusamir það sem eftir var af þessum degi. Svona eftir á að var gaman að rifja upp hvernig svipurinn á mönnum var og annað , þvílik panikk og læti haha.

- Er að fara á árgangsmót á næstu helgi og það verður athyglisvert og örugglega svakalega gaman. Ég og Halli ætlum að fara saman , þar sem Jón Eric og Friðgeir komast ekki :( Kem kannski með skúbb seinna hvernig var and so on :) 

- Það styttist óðum að ég flytji i íbúina mína , sweet mother of god það verður nice !! óóóójáááá ! Get ekki beðið eftir að spóka mig um buttnaked og farið útá svalir og öskrað " I´m the king of the world". :D

 Ég ætlað láta þetta nægja í bili og finnst þetta vera þokkalega góð fyrsta færsla og who knows að ég skrifi aftur eitthvað hérna, until then *friður*

-Nennusiggi-


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

hehe .. guð var bara að vara ykkur við þarna með ljósboganum..
ég er hinsvegar eitthvað whack.. að vakna á morgnanna #%/(#)

Ólafur N. Sigurðsson, 16.4.2006 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband