skúbb

Jébb það er kominn tími á nýja færslu hjá mer , þið eruð búin að bíða spennt nógu lengi eftir nýrri færslu eheh :)

En já ég skellti mér á árgansmót þarna um dagin sem var líka svona heavy gaman :)Skemmti mér alveg stórkostlega og ég veit að flestir eru á sama máli. Það er alltaf gaman að hitta gamla buddys og fólk sem maður var með í skóla og sjá hvað fólk er að bralla í dag. Fólk er búið að dreifa sér um allan heim síðan fyrir 10 árum þegar við útskrifuðumst úr gaggó :D Auðvitað mættu ekki allir enda risastór árgangur með 120 mans eða eitthvað álíka , en það voru samt 70 sálir sem létu sjá sig sem er gott !!! Ég sé hálf eftir þvi núna að ég spjallaði ekki við nógu marga , ég var meira í að dilla mér og syngja eins og það væri engin morgundagur , well ég tala bara við ykkur hin eftir 5 ár eheheh.  Það vanntaði nú nokkra úr gamla góða genginu okkar strákana eins og Arnþór, Jón Eric og Friðgeir en þetta reddaðist :D Ég , Stryrmir, Keli og Halli mættum til að representa Los Puntos mmm eða var það El Scorpio hehehe :D ahh Good old times!! En það eru til bönsh af myndum frá þessu dæmi og eru þær að týnast á netið smá saman , gaman að skoða það :) Svo var ég kosinn í næstu árgangsnefn sem mér þótti ekki skemmtilegt og ekki alls kostar ánægður með ! En þetta reddaðist þegar ég komst að þvi að ég væri líka formaður nefndarinnar og auðvitað steig það mer strax til höfuðs og ég var farinn að lýta niður á sauðsvartan almúgan þarna sem engu fékk að ráða um næsta árgangsmót eheheh :D En svona var það svo .......

 Daginn eftir skellti mér á burtfarartónleika Arnþórs í seltjarnarneskirkju. Það var frábært að sjá Arnþór sitja þarna mjög virðulegan og flottan spila magnaða tónlist eftir Bach og fleiri. Ótrúlegt hvað er hægt að spila á gítar ! Hef ekki hundsvit á gítar né öðrum hljóðfærum en mér fannst þetta alveg dúndur. Til hamingju með þetta Arnþór !!!

Svo man eg ekker hvað ég er búnað vera bralla fyrr en á seinustu helgi þá fór ég í sumarbústað í ölfusborgir með Ingimar og Kidda , ásamt Birnu, Huldu og Möggu sem ég og Ingimar hittum i fyrsta skiptið þessa helgi. Þetta var helviti fin helgi og mikið sukkað með heitapotti og singstar. Við Ingimar vorum 2 nætur en urðum að fara á sunnudeginu þvi það var vinna hja okkur dagin eftir en ekki hinum :S Þau  héldu gleðinni áfram og komu svo á mánudeginum heim. Skemmtileg helgi og langt síðan maður hefur farið i sumarbústaðar gleði , svona lagað verður að endurtaka !

 Núna er ég bara að fara á mína seinustu vakt og svon kominn i vaktafrí sem er GOTT !!! Mig er farið að dauðlanga i bíl og er með augun opinn ef eg skildi sjá eitthvað sem gæti hentað mér. Það styttist líka alltaf i íbúðina mína , sjæjse hvað þetta verður nice , get bara ekki beðið. Bara um 25 dagar or so þangað til !!!! Hlakka til að gera hana fensí pensí , mála og svona. Ég verð nú með einhvern samansafn að drasli til að byrja með en það verður bara að duga , það er ekki hægt að gera allt i einu eða hvað ?!? Well segjum þetta gott í bili og með þessari blogg færslu er ég búnað fría mig þangað til í júní til að koma með nýja færslu ehehe............ eða sjaum til

 Þá er bara að bíða eftir að Óli hringji svo ég geti dúsað upp bíl mömmu hans sem er eitthvað slappur í dag..........

 Túrelúúú!!!!!

-NennuSiggi-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband