Hvað skal ég gera ???

Já ég get víst verið súr og dramatískur svona er þetta víst bara. En ég er víst kominn i einhvern blogg gír og aldrei að vita hvort maður tolli eitthvað i honum.

Undanfarna daga hef eg mikið spá og speglúerað og hausin alveg við það að springa. Allt hrærist fram og til baka , minningar poppa upp og svo fer ég að reyna að hugsa um framtíðina. Já framtíðin hvað skal gera og hvað vil maður gera. Svo undanfarna mánuði hef ég heyrt Telmu tala misfallega um akranes og jú það hefur fengið mann til að hugsa. (Þó að Telma sé með stjörnur i augunum þegar hún talar um Akureyri þá hefur hún nú sitthvað til síns máls)  Hvað heldur í mig , hvað er það sem gerir Akranes svona gott ?? mmm Ég á auðvitað mína fjölskyldu hérna sem mér þykir mikið vænt um. Svo er það næstum upptalið , ég á jú vini hérna en mikið af mínum vinum eru fluttir suður til rvk og líka til útlanda. Þannig að niðurstaðan er sú að það er ekkert sem heldur í mig , ekki neitt ! Get gert það sem ég vil og þá er bara spurning hvað ég vill ! Hef sjáfur sagt að mig langi ekki til Rvk en svo þegar maður fer að spá i því þá eru svo miklu meiri möguleikar þar en hér. Lítið hægt að gera hérna , lítið hægt að hafa ofan af fyrir sér hérna. Akranes er góður staður fyrir fjölskyldufólk og gott að ala upp fjölskyldu hérna. En þar sem ég er einn með engum þá á það ekki alveg við mig. Ég tók þvi þá ákvörðun að setja íbúðina mína á sölu !! Hún verður skoðuð i næstu viku og svo sjáum við til hvað gerist. Sakar ekki að sjá hvað gerist , get alltaf sagt nei og hætt við. Ég þarf bara nauðsynlega að gera eitthvað !! Er ekki að sjá fram á skemmtilega tíma herna og ætla því að reyna að gera eitthvað í því.

- Nennusiggi rússibanaræder


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

siiiiggiiii... þú ert búinn að eiga þessa íbúð heví stutt og ert búinn að eiga heimaí henni ennþá styttra. Ekki gera einhverja fljótfærnisákvörðun. ha?!

Telma Glóey (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Sigurður Hjaltason

þetta verður ekki gert í flótfærni , lofa þér því ! Ætla bara skoða þetta og sjá hvað gerist ! Ég þarf sjálfur að breyta um umhverfi , ég er beisiklí bunað vera hérna i 26 ár !!

Sigurður Hjaltason, 10.1.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

frétti að það væri fínt að búa í garðabæ sko!!

Ólafur N. Sigurðsson, 11.1.2007 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband