ég sá þá koma ....

Já ég hef áhveðið að reynað blogga aftur ! Ég þarf bara að tjá mig held og ég ætla bara að gera það útí loftið og sjá svo hvort  einhvern sé að hlusta !

Málið er að ég er búnað vera mest dapur og down undanfarið , já það er ekki minn stíll en þú það getur samt engu að síður gerst. Ég nenni ekki að vera koma með alla sólarsöguna afhverju ég er svona , þeir sem þekkja mig eitthvað vita hvað er í gangi , þið hin erfið lukka !!

Þessi gamla lumma "Þú veist ekki hvað þú hefur átt fyrr en þú hefur misst það" virðist koma fyrir allstaðar og ég er engin undanteking. Ég er alls ekki vanur svona dæmi og á mjög erfitt með að höndla þetta. Ég er í svona tilfinningalegum rússíbana og mer sem fynnst gaman í alment í rússíbana en finnst þessi ömurlegur. Hlutir geta gerst svo hratt að þú veit ekki hvað gerðist , maður situr eftir og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað gerðist , af hverju og hvað er ég að gera hérna ?? Mér líður eins og ég sé lasinn , illt í maganum , verkur í brjóstinu og alveg upp í háls. Vil bara vera upp í rúmmi og horfa á eitthvað en samt ekki. Er að reyna að fara gera eitthvað en enda alltaf aftur upp í rúmmi. Ég veit að í raun og veru ætti ég að fara eitthvert , þvi að vera hérna heima er ekki að fara vel í mig. Horfi á hluti sem gera mig "veikan/veikari" og sama hvað ég reyni ég enda alltaf í sama farinu.  Ég gerði mer ekki alveg grein fyrir því hvernig mér leið fyrir svona 2 vikum síðan fyrr en nú , ég sem var á toppnum og átti allt er nú kominn á hinn endan og það er glatað!!! 

Ég hef gengi í gegnum mína erfiðleika í gegnum tíðina og þurft að berjast , hef náð að klóra mér áfram í gegnum það og það var efitt. Hef þurft að ýta frá mér til að komast áfram þó það væri sárt. Ég gat þetta og það er gott ! Ég hef verið einn í myrkvinu og núna virðist ég hafa rambað þangað aftur. En ég reyni að finna ljósið hef gert það áður.....

Gamlir djöflar geta tekið á sér ýmssar myndir og form og komið aftan að manni , maður getur ekki alltaf verið tilbúinn. Stundum getur maður heldur ekki stoppað þá , þetta bara gerist og þá verður maður að standa andspænist músíkinni. Kannski sá ég þá koma og lokaði augunum og vonaði að þeir myndu fara framhjá.......... en nei. En ! Kannski var þetta eitthvað allt annað sem ég þekki ekki ! Hver veit ? Ég veit ekki hvort ég hefði getað gert neitt , vildi óska þess að ég hefði getað gert eitthvað.....

Mér mun alltaf líða eins , vildi að hlutir yrðu eins !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekur tíma en þetta lagast á endanum,,ekkert voðalega skemmtileg leið þangað en samt,,allt hefur sitt upphaf og endi...

Halli (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Sjiii..

Ef að þú ferð á bloggið mitt og skoðar blogg frá því í svona mars/maí 2006 þá er það fokking TONN af alveg eins bloggum .. nema bara bitrari

Veit alveg að það er ekkert sem einhver getur sagt til að láta þig líða betur.. og þetta á eftir að stinka svona í einhvern tíma áfram.

Key to glory er bara að reyna finna sér eitthvað helling til að vera gera... kaupa xbox360 og svona.. allt lykilskref í þessu hehe :D

Þetta er samt það fokking dramatískasta sem að ég hef nokurntímann lesið frá þér, hélt að það væri ekki svona "serious" bone í þér

Ólafur N. Sigurðsson, 10.1.2007 kl. 09:54

3 identicon

Takk takk strákar , jams ég ætlað reyna að fara gera eitthvað ! Já þetta "serious" bone hefur sjaldan litið dagsins ljós en jú það er þarna og það getu látið vita af sér !

siggih (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband